Golfklúbbur Þorlákshafnar

12. apríl 2024

Black Sand Open 2024

Black Sand Open verður haldið þann 1. maí 2024. Mótið er orðið að árlegum viðburði hjá okkur í Golfklúbbi Þorlákshafnar. Við viljum sjá mótið vaxa og dafna líkt og klúbburinn okkar hefur gert síðust árin.

Í mótinu verður leikið í tveimur flokkum. Punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum og því efra sæti leikmanns sem telur og ef hann er í sama sæti í báðum flokkum telur höggleikurinn á undan. Konur leika af rauðum teigum og karlar af gulum. Hámarksforgjöf hjá báðum kynjum er 30. 

Hlökkum til að taka á móti ykkur og sumrinu og vonum að veðrið leiki við okkur eins og alltaf í Þorlákshöfn.

Mótsgjald: 7.000 kr.

Ræst út frá klukkan 09:00 og skráning fer fram á Golfbox - Mótaskrá GÞ og líkur 30. apríl klukkan 22:00.

Vinningar verða auglýstir síðar.


2. apríl 2024

Nýr og stærri pallur við klúbbhús GÞ

Kæru kylfingar

Skömmu fyrir páska var farið af stað í það verkefni að stækka pallinn við klúbbhús Golfklúbbs Þorlákshafnar. Verktakinn FA Smíði með Finn Andrésson í fararbroddi var fenginn til að vinna verkið og miðar því vel. Pallurinn mun að öllum líkindum verða orðinn klár fyrir apríl lok.

Stækkunin verður kærkomin viðbót við klúbbhúsið fyrir félagasmenn GÞ sem og fyrir alla þá kylfinga sem koma og heimsækja Þorláksvöll á hverju sumri.  

Nú er bara að bíða og vona að hitatölur á landinu fara að hækka svo golfsumarið 2024 geti hafist af fullri alvöru.

13. febrúar 2024

Nýtt félagakerfi innleitt

Kæru kylfingar

Nú höfum við tekið í notkun nýtt kerfi sem heldur utan um félagaskrána hjá okkur. Kerfið heitir Abler og ættu eflaust einhverjir að kannast við það.

Við höfum nú þegar sent út fyrsta greiðsluseðil af þremur í heimabanka viðkomandi. Greiðslan kemur inn á heimabanka viðkomandi frá Greiðslumiðlun undir heitinu Æfingagjöld.

Í framhaldinu mun skráning í klúbbinn fara fram í gegnum Abler þar sem þeir sem ætla að skrá sig í klúbbinn geta verslað sína aðild. Smelltu hér til að versla þína aðild.


Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið samband með pósti á golfthor@simnet.is