Golfklúbbur Þorlákshafnar
Reynsluboltar í vallargerð og rekstri til liðs við GÞ
Golfklúbbur Þorlákshafnar hefur ráðið Vigdísi Gunnarsdóttur og Edwin Roald til að sinna tímabundið framkvæmda- og vallarstjórastöðu GÞ út þetta ár. Á þessum tímamótum í rekstri GÞ er ráðning þeirra mikilvægur liður í að móta framtíð golfvallarins og styðja við stefnu klúbbsins um aukin gæði og bætta upplifun kylfinga.
Vigdís, sem er með meistarapróf í lögfræði og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, hefur lengst af starfað í fjármálageiranum, en síðustu fimm ár hefur hún starfað hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Par ehf., sem Edwin stofnaði fyrst utan um rannsóknir á kolefnisbindingu golfvalla, sem eiga rætur að rekja til Þorlákshafnar. Félagið hefur síðan sinnt rannsóknum og ráðgjöf á alþjóðlegum vettvangi, m.a. á Ólympíugolfvellinum Le Golf National í París og á Royal Portrush á Norður-Írlandi, þar sem Opna breska mótið fer fram í sumar.
Edwin hefur áratuga reynslu af hönnun golfvalla og tengdri ráðgjöf og mun sú þekking nýtast vel í þeim veigamiklu verkefnum sem framundan eru. Bæði munu vinna náið með stjórn GÞ að skipulagningu vallarins, félagsstarfs og öðrum mikilvægum þáttum rekstrarins.
Stjórn GÞ er afar ánægð með að fá Vigdísi og Edwin til liðs við klúbbinn á þessum tímamótum. Hæfni hans og innsýn í hönnun og rekstur golfvalla mun styðja við starfsemi klúbbsins. Edwin þekkir vel til Þorláksvallar, eftir að hafa hannað og gefið ráð um árlegar framkvæmdir á honum undanfarinn áratug og bindur stjórn GÞ miklar vonir við samstarfið við hann.
Stjórn GÞ þakkar Guðmundi Baldurssyni, fyrrverandi rekstrarstjóra og áður formanni, og Guðmundi Karli Guðmundssyni, vallarstjóra, fyrir ómetanlegt starf í þágu klúbbsins á undanförnum árum en þeir létu af störfum nýlega.
Framhalds aðalfundur 4. mars 2025
Framhalds aðalfundur fer fram þriðjudaginn 4. mars 2025 klukkan 20.00 í Golfskálanum í Þorlákshöfn.
Þar sem Skúli Kristinn Skúlason hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn GÞ á komandi starfsári þarf því að kjósa um fjögur sæti í stjórn GÞ en ekki þrjú sæti eins og fram kemur í fundarboði.
Eftirfarandi sæti þarf að kjósa í:
Formaður
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Varamaður í stjórn
10. janúar 2025
Aðalfundur GÞ
Aðalfundur Golfklúbbs Þorlákshafnar vegna starfsársins 2024 verður haldinn i Golfskálanum i Þorlákshöfn þriðjudaginn 28. janúar 2025 og hefst kl. 20.00.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á vegum félagsins.
3. Lagður fram ársreikningur félagsins til afgreiðslu.
4. Atkvæðagreiðsla um ársreikning.
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
6. Tilnefning og kosning nefndarformanna.
7. Ákvörðun árgjalds.
8. Önnur mál
Áhugasamir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu og eða nefndarstarfa skulu tilkynna það með rafpósti á netfangið golfthor@simnet.is í síðasta lagi viku fyrir aðalfund eða ekki seinna en kl. 20:00 þriðjudaginn 21. janúar.
Aðeins fullgildir félagar geta gefið kost á sér í stjórnar- og nefndarstörf. Taka skal fram hvort framboðið sé til formanns stjórnar sem kosinn er sérstaklega, annarra stjórnarstarfa og eða nefndarstarfa.
Þorlákshöfn 10. janúar 2025.
Stjórn Golfklúbbs Þorlákshafnar.
31. desember 2024
Gleðilegt nýtt ár
Golfklúbbur Þorlákshafnar óskar kylfingum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju komandi ári. Þökkum kærlega fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða og hlökkum til sjá ykkur á árinu 2025.
2. október 2024
Afgreiðsla í golfskála lokar
Ágætu kylfingar
Nú hefur afgreiðslu í golfskálanum hjá GÞ verið lokað þetta árið. Opið verður áfram í forstofu þar sem hægt er að ganga frá greiðslu vallargjalda og nýta sér salernisaðstöðu.
Völlurinn verður opinn áfram og biðjum við kylfinga um að greiða vallargjald ef það á við og ganga vel um völlinn, laga torfusnepla og boltaför á flötum.
24. september 2024
Hola í höggi
Kylfingurinn Þórunn Jónsdóttir úr GÞ náði þeim frábæra áfanga þann 18. september síðast liðinn að fara holu í höggi. Þórunn sló draumahöggið á 12. holu Þorláksvallar.
Þórunn var að spila ásamt góðum hópi kvenna í GÞ sem spila saman á miðvikudögum á Þorláksvelli.
Óskum við Þórunni innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga.
25. ágúst 2024
Vel heppnað Minningarmót um Gunnar Jón
Hið árlega golfmót til minningar um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 18.ágúst sl.
Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Sveitarfélaginu Ölfus ásamt öðru forvarnarstarfi í leik- og grunnskólum á svæðinu.
Mjög góð þátttaka var í mótinu og komust færri að en vildu. Alls tóku 80 kylfingar þátt og skemmtu sér vel á flottum golfvellinum. Í mótslok var boðið uppá hamborgara frá 2Guys. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins ásamt því að dregnir voru út fjölmargir vinningar úr skorkortum.
Sigurvegarar mótsins í ár voru félagarnir Hallgrímur Þór Axelsson og Karl Fannar Gunnarsson en þeir spiluðu völlinn á 63 höggum nettó. Óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins:
The Chip in Dale´s – 63 högg nettó
Guðmundsson/Ragnarsson – 66 högg nettó
Magnússon x 2 – 67 högg nettó
Næst holu á 2. braut Elís Rúnar Elísson 1,35 m
Næst holu á 5. braut Petrún Björg Jónsdóttir 4,04 m
Næst holu á 10. braut Arnar Freyr Reynisson 2,28 m
Næst holu á 12. braut Ingvar Jónsson 3,49 m
Næst holu á 15. braut Petrún Björg Jónsdóttir 0,32 m
Við setningu mótsins í ár var sameiginlegu körfuboltaliði Hamars/Þórs í meistaraflokk kvenna veittur styrkur úr Minningarsjóði Gunnars Jóns upp á 1 milljón króna. Stjórn Minningarsjóðs Gunnars Jóns ákvað að veita liðinu styrk fyrir frábæran árangur á liðnu tímabili þar sem stelpurnar gerður sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Óskum við stelpunum í Hamar/Þór til hamingjum með góðan árangur.
Minningarsjóður Gunnars Jóns Guðmundssonar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila mótsins sem og allra þátttakenda fyrir stuðninginn við mótið.
f.h. Minningarsjóðs Gunnars Jóns
Guðmundur Baldursson
Magnús Joachim Guðmundsson
9. ágúst 2024
Opna Hamingjan við Hafið sunnudaginn 11. ágúst
Opna Hamingjan við Hafið (Hjóna og para Texas scramble) Golfklúbbs Þorlákshafnar í samstarfi við First Water.
Mótið fer fram á Þorláksvelli á sunnudag 11. ágúst.
Hamingjan við hafið er árleg bæjarhátíð í Þorlákshöfn sem við hvetjum kylfinga til að kíkja á. Dagskrána má finna á facebook síðunni Hamingjan við Hafið.
Skráning liða fer fram í golfboxinu, ræst er samtímis á öllum teigum kl. 11.00 á sunnudaginn. Mæting í golfskála fyrir 10:30.
Ekkert aldurstakmark er í mótið, en kylfingar undir 20. ára geta ekki unnið verðlaun er innihalda áfengi.
Keppnisfyrirkomulag er Texas Scramble þar sem 2 eru í liði. Leikforgjöf lögð saman og deilt í með 4. Hámarksforgjöf karla er 30 og kvenna 36. Mótsgjald er 7.000 kr pr. einstakling -14.000 á lið.
Verðlaun: Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin:
1. Sæti 50.000 inneign á Fiskmarkaðinn og aðgangur fyrir tvo í Sky Lagoon - 7 skrefa Ritúal meðferð ásamt vel búnum einkaklefa.
2. Sæti 30.000 inneign á Fiskmarkaðinn og aðgangur fyrir tvo í Sky Lagoon - klassíska Pure leiðin með aðgangi að lóninu og 7 skrefa Ritúal meðferðinni.
3. Sæti 20.000 inneign á Fiskmarkaðinn og aðgangur fyrir tvo í Sky Lagoon.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og lengsta upphafshögg karla og kvenna á 8. braut.
Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.
Leikið er samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram.
Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga ef ekki næst nóg þáttaka.